Skilmálar
Sagan
Vefútgáfa af Loftslagsmæli Festu er notendum að kostnaðarlausu.
Þeir aðilar sem undirritað hafa Loftslagsyfirlýsingu Festu hafa samþykkt að mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um markmið þeirra um að draga úr mengun og myndun úrgangs.
Festa safnar ekki gögnum nema með samþykki notenda.
Í lok spurningalistans eru notendur spurðir hvort þeir vilji deila niðurstöðunum með Festu. Ef valið er að deila niðurstöðunum með Festu fær Festa sendar sömu niðurstöður og birtast á skjánum í samantektarskýrslu notenda.
Þegar samþykkt er að deila niðurstöðum með Festu gefa notendur upp nafn fyrirtækis/skipulagsheildar og kennitölu til að hægt sé að fylgja eftir stöðu mála hjá þeim sem undirritað hafa Loftslagsyfirlýsingu Festu.
Festa tekur saman svör við spurningum og samantektarskýrslur árlega og birtir á heimasíðu sinni.