Um verkefnið
        
                Sagan
            
            
                Í aðdragandanum að Parísarráðstefnunni um loftslagsmál (COP21) árið 2015 áttu Reykjavíkurborg og Festa
                frumkvæði
                að því að forstjórar yfir eitt hundrað fyrirtækja skrifuðu undir Loftslagsyfirlýsingu Festu og
                Reykjavíkurborgar. Undirritunin fól í sér skuldbindingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,
                minnka myndun úrgangs, mæla árangur og birta hann. Á þeim
                tíma var ekki til reiknivél til að mæla kolefnisspor fyrirtækja. Því var settur saman hópur sérfræðinga
                frá
                Festu, fyrirtækjum og Reykjavíkurborg sem þróuðu reiknivélina, eða Loftslagsmælinn og hafa uppfært
                hann
                árlega á heimasíðu Festu, í formi excel skjals.
            
             Sérfræðingahópinn hafa skipað:
            - Sigurpáll Ingibergsson - Vínbúðin
 - Eva Ingvarsdóttir - EFLA
 - Birgitta Steingrímsdóttir - Umhverfisstofnun
 - Birgir Urbancic Ásgeirsson - Umhverfisstofnun
 - Snorri Jökull Egilsson - Orkuveitan
 - Karen Eyþórsdóttir - Reykjavíkurborg
 - Hrönn Hrafnsdóttir - Reykjavíkurborg
 
 Frá upphafi hefur Loftslagsmælirinn verið opinn notendum að kostnaðarlausu og
                notkun
                hans fylgt eftir með árlegum spurningakönnunum og fræðsludagskrá fyrir þá sem hafa undirritað
                Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Sjá frekari upplýsingar á heimasíðu
                    Festu.
            
             Vefútgáfa og excel
             Frá árinu 2016 hefur loftslagsmælirinn verið fáanlegur í formi excel skjals á
                heimasíðu
                Festu - og verður það áfram fyrir þá sem elska excel :) En það fíla ekki allir excel og þess vegna er
                vefútgáfan mikilvægt skref í þá átt að lækka þröskuld lítilla og meðalstórra fyrirtækja og hverskyns
                skipulagsheilda, til að byrja að mæla og pæla í kolefnisspori sínu.
            
             Vefútgáfan var gerð af teymi þriggja ungmenna sem gáfu vinnu sína til verksins því
                málefnið er mikilvægt. Þeir Eyþór Máni Steinarsson, Hannes Árni Hannesson og Sólon Örn Sævarsson settu
                sér
                það markmið að búa til vefútgáfu í 24 tíma hakkaþoni með Festu á menningarnótt 23. ágúst 2019.
            
             Loftslagsmælirinn er gjöf til samfélagsins. Gjöf sem þróuð hefur verið af fulltrúum
                yngri og eldri kynslóða, hver með sína sérþekkingu. Sérfæðingahópurinn leggur metnað sinn í að mælirinn
                sé
                byggður á bestu mögulegu mælikvörðum og stuðlum með árlegri uppfærslu á þeim sem eru birtar inni í
                Loftslagsmælinum. Yngri kynslóðin gaf svo vinnu sína og sérþekkingu á tæknilausnum til að gera aðgengi
                að
                mælinum ennþá skemmtilegri og auðveldari.
            
             Festa er þakklát öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg og þakkar sérstaklega fyrir
                gjöfult samstarf við Reykjavíkurborg.
            
             Hér getur félagið undirritað
                    Loftslagsyfirlýsinguna og slegist í hóp á annað hundrað
                leiðandi fyrirtækja og sveitafélaga á Íslandi.